Minnkaðu álagið við að skrúfa, herða rær og bolta með nýju þráðlausu Gtech hersluvélinni, allt það sem þarf til að gera verkefnin í vinnunni, heima og uppí bústað ánægjulegri og þægilegri með þráðlausum þægindum.
Veldu milli samsetta hersluvélasettsins okkar eða ef þú átt nú þegar samhæfðu rafhlöðuna og hleðslutækið úr Gtech Power Tool línunni þá er hægt að velja eininguna sjálfa án rafhlöðu og hleðslutækis og þannig bætt í Gtech handverkfærasafnið á hagkvæmann hátt..
Þráðlausa Gtech hersluvélin gefur þér aukið afl til að fást við stærri skrúfur, bolta, rær og þéttara efni. Vélin gefur meira afl en venjuleg skrúfuvél sem og auðveldar þér þannig að skrúfa og herða af meira öryggi. Gtech impact hersluvélin gerir þér einnig kleift að losa erfiðar festingar auðveldlega.
Þegar þú notar hersluvélina í fyrsta skipti munt þú eiga erfitt með að trúa því að svona lítil vél geti verið þetta aflmikil. Þráðlausa hersluvélin skilar allt að 180Nm snúningsafli sem auðveldar þér að herða og losa skrúfur, bolta og rær jafnvel við erfiðar aðstæður. Þú verður fljótur að skrúfa saman pallinn, skjólvegginn eða setja uppi hurðir með nýju hersluvélinni og bita settinu frá Gtech.
Nýja þráðlausa rafhlöðu verkfæraúrvalið okkar samanstendur af vörum sem gera hlutina auðveldari og skemmtilegri og gefur þér aflið sem til þarf til að fást við breytingar og viðgerðir heima fyrir í bústaðnum og annarstaðar af miklu öryggi. Öll þráðlausu handverkfærin okkar nota samskonar 20v rafhlöðu og helðslustæki. Skoðaðu allt úrvalið hér.
Þegar hersluvélasettið er frá Gtech er keypt fylgir 12 bita sett (fáanlegt sem aukabúnaður þegar verslað er í einingum á aðeins kr 1.880). Settið inniheldur alla helstu bitana ss eins og Torx bita, Stjörnubita, Pozidriv bita, 4ra og 6mm , Hex bita og flatir I bitar.
Með Gtech Impact Driver hersluvél getur þú unnið í dimmum skotum þar sem innbyggða Led ljósið lýsir upp vinnusvæðið.
Með næmum gikknum stjórnar þú hraða og togi vélarinnar. Vélin er öflug og með 180Nm togi þegar þess þarf en þannig getur þú unnið erfiðustu verkefnin á auðveldan hátt.
Hersluvélin frá Gtech er með 3 stillingum í rofanum sem rennt er til, þannig aukast þægindin. Skipt er á einfaldan og snöggan hátt á milli stillinga frá læsingu, fram og aftur en þannig lýkur verkinu hraðar og fyrr.
Öll Gtech handverkfærin nota samskonar rafhlöðu og hleðslutæki en þannig er Gtech handverkfærum bætt við handverkfærasafnið á haghvæmann hátti. Sjáðu allt Gtech handverkfæraúrvalið hér.