Hybrid borgarrafhjól

GTECH

Nennirðu ekki að puða upp brekkurnar?

Við kynnum til sögunnar Gtech-rafhjólið – kraftmikið rafhjól með hjálparvél.

einfaldleiki

Svona virkar Gtech-rafhjólið

einfaldleikinn er allsráðandi

Það er einfalt að ferðast á Gtech-rafhjólinu. Þú stígur á fótstig til að fara hraðar, bremsar til að hægja á þér og þarft ekki að hafa áhyggjur af ruglingslegum gírum. Þú stígur einfaldlega á fótstigin, hjólar af stað og leiðin er greið. Á Gtech-rafhjólinu eru engar olíubornar keðjur. Við höfum skipt þeim út fyrir karbon-keðjudrif, sambærilegt þeim sem notuð er á kraftmiklum mótorhjólum.

Kraftur

Gefðu hjólstigunum aukinn kraft

Þegar þú kynnist Gtech-rafhjólinu átt þú eftir elska hjólreiðar á ný. Notaðu það rétt eins og venjulegt hjól en finndu muninn um leið og þú stígur hjólstigin, þegar öflug liþíum-jóna-rafhlaðan og mótorinn gefa þér aukakraft þegar þú þarft á honum að halda. Rafhjólið breytir brekkunum í jafnsléttu, gerir þér kleift að komast lengra yfir en koma samt sem áður ferskari á áfangastað.

Greining

Tölvugreining

Innbyggð tölva fylgist með fótstigi þínu og aðlagar mjúklega þann aukakraft sem þú þarft hverju sinni. Rafhjólin okkar eru sjálfvirk á allan hátt. Þegar þú stígur á fótstigin hjálpar hjólið þér upp í 24 km/klst. en þú getur stigið fastar til að fara hraðar. Þú átt eftir að finna vel fyrir krafti rafhjólsins þegar þú kemur að brekku og byrjar að hægja á þér.

Vél

Mótor með öflugu snúningsátaki

36V mótor með öflugu snúningsátaki hefur verið haganlega komið fyrir í afturhjóli Gtech-rafhjólsins. Með því að þrýsta á einn hnapp getur þú valið á milli tveggja ferðahraðastillinga, eða slökkt til þess nota hjólið á venjulegan máta.

Liþíum-jóna-tækni

Einn helsti kostur Gtech-rafhjólsins er liþíum-jóna-rafhlaðan sem er byggð á sömu léttu og afkastamiklu tækninni sem notuð er til að knýja rafbíla og gerir þér kleift að ná allt að 48 kílómetra hraða á klst. Ævintýragjarnir hjólreiðamenn sem kunna að meta krefjandi aðstæður geta lækkað drægnina í 16 kílómetra á hverja hleðslu. Þannig dugir rafhlaðan vel fyrir heilan dag, fullan af ævintýrum eða fyrir flestar ferðir í vinnuna og til baka. Á rafmagnshjólinu er LCD-skjár sem auðvelt er að lesa á, svo þú vitir hversu mikla hleðslu þú átt eftir. Rafhlaðan er tekin af stellinu og sett í hleðslu. Með hjólinu fylgir hleðslutæki sem hleður tóma rafhlöðu að fullu á þremur klukkustundum.

Ál eins og notað er í flugvélar

Stell rafhjólsins er gert úr sams konar efni og notað er í nútímaflugvélar. Létt, sterkt og hannað til að endast lengi. Álblandan er líka ryðfrí og stenst flest veður, hvort sem þú notar rafhjólið á vegum eða sveitaslóðum. Þökk sé léttri byggingu hjólsins vegur það aðeins 16 kg, svo þú getur auðveldlega hjólað á því án þess eða með því að nota rafhlöðuna.

Val um stell

Stell Gtech-rafhjólanna koma í tveimur mismunandi stærðum, Þau eru hönnuð til að henta fólki af öllum stærðum og gerðum.

Báðar tegundir eru búnar einstaklega slitsterkum dekkjum sem gefur þér frelsi til að ferðast, hvort sem er á malbiki eða sveitavegum.

Sport-rafhjól

Tuttugu tommu stell með þverstöng, búið sporthnakki fyrir dýnamískari hjólastöðu.

Borgarrafhjól

17 tommu hjól án þverstangar, með mjúkum hnakki og þægilegri uppréttri hjólastöðu.