Fjallarafhjól

GTECH

Notaðu kraftinn til að kanna

Farðu hærra og lengra með Gtech eScent. Á meðan þú nýtur þess að kanna umhverfið sér hjólið um erfiðið og þú nýtur ferðalagsins.

Kannaðu

Njóttu náttúrunnar

Langar þig að svífa áreynslulaust upp brekkur sem hafa virkað erfiðar viðureignar? Skjótast tvist og bast um bæinn án þess að svitna?

Gtech eScent er fjallarafhjól sem kemur þér lengra og hraðar á auðveldari máta.

Kraftmikil 36V liþíum-jóna-rafhlaða

Kraftmikil 36V liþíum-jóna-rafhlaða

Njóttu ferðalagsins, áreynslulaust. Þó það líti út eins og hefðbundið fjallahjól finnurðu muninn um leið og þú hjólar af stað. Gtech-fjallarafhjólið er með skýran og bjartan LCD-skjá sem sýnir þér alltaf hversu mikla hleðslu þú átt inni. Þú getur farið að allt 48 kílómetra á einni hleðslu. Ævintýragjarnir hjólreiðamenn sem kunna að meta krefjandi aðstæður geta lækkað drægnina í 16 kílómetra á hverja hleðslu. Þannig dugir rafhlaðan vel fyrir heilan dag, fullan af ævintýrum eða fyrir flestar ferðir í vinnuna og til baka.

Komdu þér í gírinn

Komdu þér í gírinn

Til viðbótar við liþíum-jóna-rafhlöðuna státar Gtech-fjallarafhjólið af hágæða Shimano-gírum sem auðvelda ferðina enn frekar.

Fyrir allar aðstæður

Fyrir allar aðstæður

The Gtech Mountain eBike er búið 27.5” grófum dekkjum sem veita gott grip og öflugt viðbragð. Fullkomin fyrir malarstíga og krefjandi, fáfarna slóða.

Öflugar bremsur

Öflugar bremsur

Vökva-diskabremsurnar gefa þér kost á að hemla snögg og örugglega án þess að hætta sé á að þú missir stjórn á hjólinu, í hvaða veðráttu sem er. Þú getur tekist á við hvaða áskoranir sem er af öryggi og yfirvegun.

Mótor með öflugu snúningsátaki

Mótor með öflugu snúningsátaki

Ef ferðalagið tekur að þyngjast grípur innbyggð tölva inní og gefur þér þann aukakraft sem til þarf, þegar þú þarft á honum að halda. Öflug 36V liþíum-jóna-rafhlaðan og hjálparvélin koma þér upp í 24 km/klst. En þú getur alltaf farið hraðar á eigin orku ef þig langar.

Þægindi alla leið

Þægindi alla leið

Hvort sem þú ert á ferðinni innanbæjar eða á hjólastígum þá sér
RockShox-fjöðrunin til þess að ferðin verði auðveld og áreynslulaus. Þá slær hnakkurinn sem einnig hefur fjöðrun vel á holur í ójöfnum vegum.

Tvær mótorstillingar

Tvær mótorstillingar

Hinn 36V mótor hefur ekki aðeins öflugt snúningsátak heldur má með einum takka velja á milli tveggja stillinga, sparnotkunar og hámarksnotkunar. Þá er líka hægt að slökkva á rafmagninu og nota hjólið eins og hefðbundið reiðhjól

Meiri kraftur, léttara hjól

Meiri kraftur, léttara hjól

Ef þú heldur að allur þessi frábæri búnaður geri hjólið þungt, þá er svo aldeilis ekki. Gtech fjallarafhjólið er aðeins 19 kg, svo það er ekkert sem hægir á ferðinni. Hjólið er búið til úr léttri álblöndu eins og notuð er til að búa til hágæða flugvélar. Það má því treysta því að hjólið er sterkt og stenst hvaða álag sem er.

Samstarfsaðilar

Gtech eBike fjallarafhjólið vinnur með


Smelltu hér til að niðurhala
handbók Gtech fjallarafhjólsins

Gtech fjallarafhjól

Notaðu kraftinn til að kanna