Pro 2 K9 – Hvernig getur best orðið betra?

GTECH

Ný og endurbætt!

Nýja, endurbætta og fjölhæfa Gtech Pro 2 K9 ryksugan er hönnuð fyrir heimili gæludýra og önnur annasöm heimili. Pro 2 K9 stenst meiri áskoranir þegar kemur að þrifum. Þessi þráðlausa skaftryksuga býður þægilegri lausnir við þrifin. Á auðveldan hátt er henni breytt úr uppréttri ryksugu í öfluga handryksugu. Styrktir íhlutir eru úr áli til að takast betur á við aukið álag vegna gæludýrahára og annarra óhreininda á erilsömum heimilum. Vélin er rauf fyrir ilm hylki sem viðheldur ferskleikanum á heimilinu á meðan hefðbundnar ryksugur blása frá sér ólykt af óhreinindunum sem ryksuguð eru.

Frí heimsending heim að dyrum

58.880kr.

93 in stock

endurbætt

Hvernig getur best orðið betra?

gtech Skaftryksuga sem auðveldlega er breytt í öfluga handryksugu.

gtech LED ljós lýsa þér veginn við þrifin.

gtech Sogkraftur og rafknúinn burstahaus.

gtech Hreinlæti í fyrirrúmi.

gtech Styrkt með íhlutum úr áli.

58.880kr.

93 in stock

Fjölhæfni

Fjölhæfni

Þessari fjölhæfu skaftryksugu er á einfaldann og fljótlegan hátt hægt að breyta í handryksugu t.d. fyrir áklæði, húsgögn, bílinn, stigann og erfiða fleti eins og gólflista og þröng horn. Með því að nota mismunandi útfærslur á framlenginngunum, litla eða stóra burstahausnum, rykstútnum og þeim mjóa nærðu 12 mismunandi möguleikum við þrifin, sem gerir þér auðvelt að ná fullum afköstum og hreyfanleika fyrir öll þrif frá gólfi upp í loft.

58.880kr.

93 in stock

POKINN

HVERSU LENGI ENDIST POKINN?

HVERSU LENGI ENDIST POKINN?
Hversu marga poka þú þarft fer eftir því hve margir búa á heimilinu, hvort þar séu börn eða gæludýr og hversu oft er þrifið. Á heimilum þar sem eru börn og gæludýr og þrifið er þrisvar í viku, eru að meðaltali eru notaðir 10 pokar á ári. Þú færð fjóra poka FRÍTT með Pro 2 ryksugunni, og pakkning með 10 Pro-ryksugupokum kostar aðeins Ikr.4.280 Ikr.3.424

58.880kr.

93 in stock

ryksugu

Ryksugupokarnir okkar

Ryksugupokarnir okkar eru bræddir saman að ofan og á hliðum og gera þá þannig nægjanlega trausta til að halda óhreinindum og rusli meðan þú þrífur og nægjanlega sterka til að rifna ekki við losun og förgun.

Ryksuga með auknum afköstum fyrir heimili gæludýra og önnur annasöm heimili.

Létta þráðlausa ryksugan okkar setur hreinlæti í fyrsta sæti þegar kemur að þrifum á þínu heimili. Gtech Pro 2 K9 hausinn er knúin bursta og er með hinni einstöku AirLOC tækni sem við hjá Gtech hönnuðum til að taka upp stærri óhreinindi á meðan þú ryksugar fram og nær upp fínni óhreinindum, ryki og gæludýrahárum á meðan þú dregur hana til baka. Burstinn í rafknúna ryksugu hausnum þolir hársöfnun og kemur í veg fyrir flækjumydun.

Með því að nota íhluti úr áli á mikilvægum pörtum vélarinnar þolir öfluga Pro 2 K9 ryksugan aukið álag sem dagleg þrif valda og með því endist ryksugan betur.

Fjölhæfni

Þessari fjölhæfu skaftryksugu er á einfaldann og fljótlegan hátt hægt að breyta í handryksugu t.d. fyrir áklæði, húsgögn, bílinn, stigann og erfiða fleti eins og gólflista og þröng horn. Með því að nota mismunandi útfærslur á framlenginngunum, litla eða stóra burstahausnum, rykstútnum og þeim mjóa nærðu 12 mismunandi möguleikum við þrifin, sem gerir þér auðvelt að ná fullum afköstum og hreyfanleika fyrir öll þrif frá gólfi upp í loft.

Létt & þráðlaus

Þrátt fyrir að Gtech Pro 2 K9 sé einstaklega sterkbyggð er hún fislétt, aðeins 2,8 kg í uppréttri stöðu og ekki nema 1,4 kg sem handryksuga, og þar sem engin snúra flækist fyrir þér er auðvelt að fara á milli herbergja, upp og niður stiga auk þess sem þú hlífir bakinu við að bogra í leit að nálægri innstungu. Tvískipt álrör auðveldar þér að lyfta ryksugunni auk þess sem minna fer fyrir henni í geymslu.

LOSAÐU ÞIG VIÐ RYKSKÝIÐ

Með því að nota poka haldast óhreinindin á sínum stað þegar þú tæmir ryksuguna í stað þess að sleppa aftur út í umhverfið, sem heldur heimilinu mun hreinna. Ryksugupokarnir okkar (link and also for Pro2) eru festir saman að ofan og á hliðunum sem gerir þá nógu sterka til að halda inni öllum óhreinindum meðan þú þrífur og að rifna ekki við að losa þá. Finndu fleiri ástæður til að velja ryksugu með poka hér (link and also for Pro2)

AUKIN AFKÖST

Til að nýta hvern poka sem best er óhreinindum stöðugt blásið inn í pokann þegar ryksugað er. Það þýðir að hver poki getur rúmað meiri óhreinindi en aðrir pokar af svipaðri stærð. Fellingarnar í pokanum auka rúmtak þeirra sem þýðir að hægt er ryksuga lengur án þess að þurfa að skipta. Þú nærð sömu afköstum og með pokalausri ryksugu en Pro 2 K9 er skilvirkari þar sem hún er ekki með hvirfilhólfi (e. cyclone) sem notar meiri orku.

Upplýsingar

Eiginleikar og tæknilýsing

Þriggja laga ryksugupoki

Þriggja laga ryksugupoki

Ryksugupokarnir í Pro 2 K9 eru gerðir úr þremur lögum sem gerir þrifin þægilegri og hreinlegri. Lögin í pokunum anda og sía út mismunandi stærðir af ryki og óhreinindum. Það gerir að verkum að loftflæðið þjappar óhreinindunum betur saman sem eykur bæði rúmtak og endingu. Hver poki gegnir í raun hlutverki sínu og fangar óhreinindi og ryk þannig að nýr poki tryggir fullkomin þrif.

Mikill Endingartími

Mikill Endingartími

Ryksugan er knúin af 22V litíumjónarafhlöðu sem tekur aðeins 4 klukkustundir að fullhlaða. Þú getur valið milli tveggja kraftstillinga svo þú stjórnar hvernig þú þrífur. Veldu „Eco“ stillingu sem tryggir þér 40 mínútna endingartíma* eða keyrðu allt í botn í „Max“ stillingu í allt að 20 mínútur*. Það er fjórskiptur LED-vísir á rafhlöðunni sem sýnir þér hve mikið er eftir af henni.

Lítið viðhald

Lítið viðhald

Pro 2 ryksugan er mjög auðveld í viðhaldi. Pokinn er einnig sía, þannig að í hvert sinn sem skipt er um poka er einnig skipt um síu.
Auðvelt er að skipta um poka; þú bara opnar lokið og pokinn fer auðveldlega af gúmmíinnsiglinu. Svo smellirðu einfaldlega nýjum poka á og ert til í slaginn.

LED-ljós

LED-ljós

Breið LED-ljós lýsa upp svæðið sem verið er að þrífa, svo ryk og óhreinindi undir húsgögnum og í þröngum hornum verða sýnilegri.

Bíla- og húsvagnaþrif

Bíla- og húsvagnaþrif

Gtech Pro 2 er hægt að nota sem handhelda ryksugu sem auðveldar þrif á litlum rýmum eins og inni í bílum og húsvögnum þar sem óhreinindi leynast oft í skúmaskotum.

Gtech Pro2 K9

6 ástæður til að prófa ryksugu með poka

Ef þú hefur ekki prófað ryksugu með poka áður getur verið flókið að finna út úr því hvort hún henti þínu heimili og lífsstíl. Hér koma 6 helstu ástæðurnar fyrir því að prófa ryksugu með poka.

Skilvirkni

Skilvirkni

Léttu pokaryksugurnar okkar eru hannaðar til að vera einstaklega skilvirkar, sem gerir það auðveldara að ryksuga og er betra fyrir umhverfið. Margar pokalausar ryksugur eru með hvirfilhólfi en þær eru orkufrekari sem þýðir að þær eyða rafhlöðunni hraðar ef um þráðlausa ryksugu er að ræða.
Pokaryksugurnar okkar halda rykinu og óhreinindunum í pokanum frekar en í hólfi – það hjálpar þeim að viðhalda soginu betur en hvirfilryksugur og stuðlar að betri þrifum. Ef sogið er á hæsta styrk tekur minni tíma að þrífa en með ryksugu með litlu sogi og þannig nota þær minni orku. Það þýðir að pokaryksugurnar okkar eru sparneytnari. Auk þess lengir þetta endingartíma ryksugunnar og gerir hana þannig umhverfisvænni.

Ódýr og aðgengileg

Ódýr og aðgengileg

Verum hreinskilin, ryksugupokar hafa ekki mjög gott orðspor! Litið var á þá sem dýra og illfáanlega. En þú þarft hvorki að greiða of fjár né leita í hillum stórmarkaða. Gtech HyLite ryksugupokarnir fást á netinu. Þeir eru einnig mjög ódýrir, 15 saman í pakka kosta aðeins XX kr. Einnig er hægt að kaupa Gtech Pro ryksugupokana á netinu þar sem 10 saman í pakka kosta aðeins XX kr. Þar að auki geturðu fengið þá senda heim til þín eftir aðeins nokkra daga sem gerir þrifin enn auðveldari. Skoðaðu skilmála og skilyrði um afhendingu hér.

Lítið viðhald og henta ofnæmissjúklingum

Lítið viðhald og henta ofnæmissjúklingum

Eitt af því besta við pokaryksugur er að það þarf ekki að hugsa um neinar síur. Sumar ryksugur eru með síum sem þarf að þrífa mánaðarlega eða skipta reglulega út.
Í pokaryksugunum er nóg að skipta um poka þegar hann fyllist (og hann endist lengur en maður heldur). Hver poki gegnir í raun hlutverki síu og fangar óhreinindi og ryk þannig að nýr poki tryggir fullkomin þrif.Þriggja laga pokarnir eru sérhannaðir til að rifna ekki svo ólíklegra er að það komi gat á þá við notkun eða förgun. Það tryggir aukið hreinlæti sem er fullkomið fyrir barnaheimili! Pokarnir fanga óhreinindi og ryk innan laganna þriggja sem dregur úr hættunni á rykskýi þegar þeim er fleygt. Þetta kemur sér sérlega vel fyrir fólk með ofnæmi þar sem rykið getur innihaldið frjókorn sem helst inni í pokunum. Pokarnir stuðla einnig að betra hreinlæti. Enginn vill að óhreinindin sleppi aftur út úr ryksugunni eftir að hafa eytt tíma í að fjarlægja þau. Þetta á við um hár, frjókorn og rykmaura – allt sem þú vilt ekki að losni úr ílátinu. Þar að auki þarftu ekki að ryksuga aftur í kringum ruslatunnuna þar sem minni hætta er á að ryk sleppi út þegar ryksugan er tæmd.

Leggðu þitt af mörkum fyrir umhverfið

Leggðu þitt af mörkum fyrir umhverfið

Það er ekki nóg að tala um að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar, við þurfum öll að leggja okkar af mörkum. Þess vegna eru pokarnir okkar umhverfisvænir.

Pokarnir eru gerðir úr efni sem andar og það gerir þá umhverfisvænni í samanburði við pokalausar ryksugur. Eins og áður var nefnt gera pokarnir það auðveldara og hreinlegra að tæma ryksuguna, þar sem minni hætta er á að ryk sleppi út þegar þeim er fleygt. Tæma þarf úr mörgum pokalausum ryksugum í plastpoka til þess að koma í veg fyrir að óhreinindin fari út um allt. Trúirðu því ekki? Skoðaðu notendaleiðbeiningarnar með pokaryksugunni þinni. Oft er mælt með því að tæma ryksugurnar með þessum hætti svo óhreinindi fari ekki út um allt en þetta eykur plastnotkun og er miklu verra fyrir umhverfið.

Lengri ending

Lengri ending

Pokaryksugur eru með poka sem eru settir í óhreinindahólfið. Það ver ryksuguna sjálfa gegn því að í henni safnist upp fita sem er í heimilisóhreinindum. Hugsaðu um allt sem þú þrífur á venjulegri viku, allt frá matarleifum til hárs og ryks. Nýjasta smáryksugan okkar er laus við allt slíkt.

Pokalausar ryksugur eru ekki með neitt til að vernda óhreinindahólfin sem þýðir að þær eru líklegri til að stíflast með tímanum. Pokaryksugur skemmast ekki með sama hætti svo hægt er að nota þær mun lengur án þess að afköst þeirra séu takmörkuð og þar að auki endast þær lengur. Í hnotskurn þurfa pokaryksugur miklu minna viðhald og svo eru þær mun auðveldari í notkun til lengri tíma litið…

Margra ára notkun

Margra ára notkun

Á sorpstöðvum má víða finna fullt af pokalausum ryksugum sem eru ekki ónýtar en hafa ekki fengið viðeigandi viðhald. Sumir velja pokalausar ryksugur en nenna svo ekki að sinna því viðhaldi sem þær krefjast, eins og að þrífa síurnar. Það er vandamálið við of flókin tæki í óhreinu umhverfi – ef þau fá ekki rétta umhirðu endast þau ekki lengi!

Upplýsingar

Tæknilegar upplýsingar fyrir Gtech Pro 2 K9

Battery Icon

Li-ion

Battery Icon

22V

Battery Icon

2.8

Battery Icon

4hcharge

Gtech Pro 2 K9

Nýja, endurbætta og fjölhæfa Gtech Pro 2 K9 ryksugan er hönnuð fyrir heimili gæludýra og önnur annasöm heimili. Pro 2 K9 stenst meiri áskoranir þegar kemur að þrifum.

58.880kr.

93 in stock