fbpx

PRO K9 ryksuga sem ræður við gæludýrahár

GTECH

Nýsköpun fyrir gæludýraeigendur

Öflugar ryksugur eru nauðsynlegar á heimilum þar sem gæludýr búa. Þess vegna sköpuðum við Gtech Pro K9. Í henni er þrifalegur ryksugupoki sem auðvelt er að losa. Hún er jafnframt sterklega byggð svo hún þolir aukið álag vegna gæludýrahára. Allt þetta gerir hana að ákjósanlegri lausn í þrifum.

Ikr.59.990

Bursti

Pokaryksuga sem þolir gæludýrahár

Þegar þú leitar leiða til að þrífa heimili þitt er létta pokaryksugan okkar góð og snyrtileg lausn. Framstykki Gtech Pro K9 ryksugunnar snýst og er sérstaklega hannað til að ná gæludýrahárum upp úr teppum og af hörðum gólfefnum.

Gtech er búin AirLOC-tækni sem þýðir að ryksugan er ekki aðeins framúrskarandi í að þrífa ryk og smærri óhreinindi, heldur er hún einnig hönnuð til að ná upp stærri hlutum. Í henni eru engar sóðalegar síur sem þú þarft að koma við og halda við. Þriggja laga ryksugupokinn heldur óhreinindunum frá þér, sem gerir Pro K9 að ákjósanlegum kosti fyrir hreinleg þrif. Hver nýr poki gefur ferska byrjun, sem heldur viðhaldi í lágmarki.

Ikr.59.990

Aukin afköst til þrifa

Ryksugan er hönnuð til þess að takast á við þau auknu óhreinindi og álag sem oft fylgir gæludýrum. Loftstreymi frá ryksugunni þjappar óhreinindum saman sem gefur hverjum ryksugupoka hámarksvirkni. Hver poki byggir á origami-hönnun sem tryggir bestu mögulega nýtni á hverjum poka. Það er meira í ryksugupokana spunnið en gæti virst við fyrstu sýn …

Forðastu rykskýið

Ryksugupokar þurfa að vera sterkir til þess að þola þau auknu þrif sem fylgja því að eiga gæludýr. Við höfum styrkt efri hluta og hliðar pokanna, sem gerir þá enn sterkari og tilbúna til að takast á við krefjandi verkefni í þrifum. Þeir eru styrktir einmitt þar sem þörf er á, sem kemur í veg fyrir að þeir rifni eða fari í sundur á meðan ryksugan er í notkun. Þá er jafnframt auðveld að losa sig við þá á hreinlátan hátt. Það eru litlu hlutirnir á borð við þessa, sem gera Pro K9 að hinni fullkomnu ryksugu fyrir gæludýraeigendur.

Þriggja laga ryksugupoki

Ryksugan er hentug í þrif eftir gæludýr, þar sem hún notar þriggja laga ryksugupoka auk karbon-lags sem stuðlar að því að lykt verði hlutlaus. Hvert lag ryksugupokans síar frá rusl og ryk af ákveðinni stærðargráðu, sem veitir ryksugunni hámarks afköst og endingu. Sterkt ytra borð pokanna gerir þá auðvelda í notkun og kemur í veg fyrir að þeir rifni þegar þú þarft að skipta um poka.

Hversu lengi dugir hver poki?

Þú þarft ekki að skipta um poka eins oft og þú heldur, þar sem hver þeirra heldur allt að 1,5 lítrum af þjöppuðum óhreinindum og ryki. Fjöldi poka sem þú notar fer eftir þínu heimili og hve oft þú þrífur en algengt er að lífleg heimili með börn og gæludýr noti ekki nema tíu poka á ári**. Því má þakka bættu þoli og endingu pokanna í Pro K9 en þeir skipta sköpum í virkni ryksugunnar okkar þegar kemur að því að eiga við gæludýrahár.

Þráðlaus

Gæludýravæn þráðlaus þrif

Gtech Pro K9 ryksugan er einstök í sinni röð því hún notast við sérstaka tegund ryksugupoka, er þráðlaus og ræður vel við gæludýrahár. Engin snúra þvælist fyrir þér meðan þú ryksugar og þú þarft ekki stöðugt að stinga í samband á nýjum stað meðan þú ryksugar heimilið. Engin snúra freistar heldur gæludýra sem finnst gott að naga, sem gerir verkið öruggara fyrir bæði þig og ferfætta vin þinn.

Alls kyns verkefni

Alls kyns verkefni

Þráðlausu ryksugunni okkar fylgja tveir hausar sem eru ólíkir að stærð og gerð. Þeir eru hannaðir til að ná til allra gæludýrahára, hvar sem þau finnast á heimilinu. Hausana má nota með 1,2 metra framlengingu, sem gerir þér kleift að klára þrifin í hvelli. Þá er tilvalið að nota stútinn og rykburstann til að þrífa gólf, áklæði, stiga og viðkvæma fleti. Nett og mjótt raufa-áhaldið hentar líka vel til að þrífa gólflista og krefjandi horn og kima, sem erfitt getur reynst að ná til, í bílnum þínum eða á heimilinu.

Langur líftími rafhlöðu

Langur líftími rafhlöðu

Það getur tekið lengri tíma að þrífa lífleg heimili þar sem gæludýr búa, en Pro K9 ryksugan gerir þér kleift að stjórna hvernig þú þrífur. Hún hefur tvær notkunarstillingar. Kraftstillinguna getur þú notað í allt að 20 mínútur* á erfiðustu svæðin þar sem mest er af gæludýrahárum. Sparstillinguna getur þú hins vegar notað í allt að 40 mínútur* fyrir hefðbundin þrif. 22V liþíum-jóna-rafhlöðuna hleður þú til fulls á aðeins 4 klst.

Handhæg og auðveld í notkun

Handhæg og auðveld í notkun

Gtech Pro K9 ryksugan er einstaklega auðveld og handhæg í notkun, þar sem hún vegur aðeins 1,4 kg þegar hún er notuð sem handryksuga og 2,5 kg þegar hún er notuð sem gólfryksuga. Ryksugan er bæði handhæg og nett í laginu, svo hún hentar vel heimilum þar sem geymslurými er takmarkað.

Þrifalegir karbon-pokar

Þrifalegir karbon-pokar

Innra lag K9 ryksugupokanna er karbon-húðað til að binda og lágmarka lykt af óhreinindum og gæludýrahárum. Þökk sé hönnun þeirra þarftu hvorki að sjá né koma við óhreinindin sem pokarnir safna. Þegar þeir fyllast fara þeir beint í ruslafötuna, svo hendur þínar og svæðið í kringum sorpfötuna helst snyrtilegt og ryklaust. Pantaðu fleiri poka hér.

Hár alls staðar

Hár alls staðar

Mikið úrval aukahluta er fáanlegt með Pro K9 ryksugunni, sem flýtir fyrir heimilisþrifunum. Teygðu þig hátt upp eftir köngulóarvefnum í loftinu og nýttu til fullnustu sveigjanlegan barkann, framlenginguna og stútinn. Notaðu rykburstann á viðkvæma fleti á borð við sjónvarpið, gluggatjöldin og á innra rými bílsins eða ferðavagnsins.

Með mildri angan

Með mildri angan

Í Pro K9 ryksuguna eru fáanleg ilmhylki með mildri angan. Þau gefa rýminu ferskan ilm í hvert sinn sem þú þrífur og hjálpa þér að losa heimilið við óþef. Smelltu hér til að kaupa fleiri hylki.

Upplýsingar

Tæknilegar upplýsingar fyrir Gtech Pro K9


Smelltu hér til að niðurhala
 Smelltu hér til þess að niðurhala vörubæklingi fyrir Gtech Pro K9

Gtech Pro K9

Nýja létta pokaryksugan frá Gtech fyrir gæludýraheimili.

Ikr.59.990