Grasklippurnar ganga fyrir 18V mótor með rafhlöðu, sem gefur þér frelsi til að slá og snyrta grasflötina án þess að snúra haldi aftur af þér. Gtech GT20 grasklippurnar eru einstaklega meðfærilegar og vega aðeins 1,75 kg, sem skilar sér í minna álagi á hendur þínar og bak.
Hönnun Gtech GT20 grasklippanna miðast við að þær séu þægilegar og auðveldar í notkun. Stillanlegt handfangið veitir fullkomið jafnvægi. Þær fara í gang með því að þrýsta á hnapp með annarri hendi og öryggishnappur kemur í veg fyrir að þær fari óvart í gang.
Með því að snúa hausnum á Gtech grasklippunum breytast þær í nákvæman kantskera. Þannig hjálpa þær þér að gefa garðinum þá snyrtingu sem hann þarfnast.
Gtech grasklippurnar eru með liþíum-jóna-rafhlöðu sem veitir þér allt að 30 mín. notkun eftir 4 klukkustunda hleðslu.
Ef þú þarft meiri tíma til að vinna verkið er hægt að fá aukarafhlöður frá Gtech. Hleðslurafhlöðurnar má einnig nota í HT20 hekk-klippurnar frá Gtech, sem gefur þér góða ástæðu til að bæta þráðlausum garðverkfærum í safnið.
Nú þarft þú hvorki að eiga við víra né snúrur, því grasklippurnar frá Gtech eru búnar plastblöðum sem auðvelt er að koma fyrir. Tuttugu blöð fylgja með í kaupunum en þú getur pantað fleiri ef þú þarft. Blöðin eru seld fimmtíu í pakka og kosta XXXX kr.
Grasklippurnar og kantskerinn eru hluti af nýrri snúrulausri garðverkfæralínu frá Gtech sem komu á markaðinn vorið 2016. Önnur verkfæri í sömu línu eru léttar liþíum-jóna hekk-klippur og öflug þráðlaus sláttuvél.