Rafhlaða og hleðslutæki fylgja
36V Lithium-ion Gtech laufblásarinn, getur fjarlægt öll lauf og rusl af blettinum, gangstéttinni eða innkeyrslunni. Blásarinn er knúinn sérhannaðri turbo viftu sem hleypir lofti beina leið frá inntaki til úttaks, sem veldur hámarks loftstreymi og skilvirkni.
Laufblásarinn er einfaldur í notkun, það þarf ekki að toga í neinar snúrur eða fylla á með bensíni. Þú einfaldlega setur rafhlöðuna í og tekur í gikkinn til að byrja.
Öfluga 36V Lithium-ion rafhlaðan gefur laufblásaranum 20 mínutna vinnutíma á fullum krafti. Að auki passer sama rafhlaðan við sláttuvélin frá Gtech.
Blásarinn er léttur, aðeins 4,3kg sem þýðir minna álag á handleggi og bak. Hann er hannaður þannig að þyngd blásarans og rafhlöðunnar dreifist jafnt. Í notkun beinist blásarinn sjálfkrafa niður og stýrir þannig loftstraumnum þannig að ekkert álag verður á úlnliðinn.
Stillanlegi rofinn veitir þér fulla stjórn á blásaranum. Þegar þú þrýstir á rofann færðu fullan kraft frá viftunni sem snýst á 11.500 snúningum á mínútu-sem gefur nægilegt afl og loftflæði til að feykja jafnvel erfiðasta rusli. Ef þú slakar á rofanum, dregur úr loftstreyminu sem veitir þér fulla stjórn í öllum kringumstæðum.
Laufblásarinn frá Gtech er það hljóðlátur að þú truflar nágrannana ekki við notkun hans og er hann þannig hentugur til notkunar í þéttri byggð.
Þráðlausi Gtech laufblásarinn er hluti af þráðlausu garðlínu Gtech. Létti blásarinn er þar í félagskap Lithium-ion sláttuorfsins, hekkklippna og öflugu, þráðlausu sláttuvélarinnar.