Þessi litla sláttuvél er fullkomin viðbót við GT og / eða HT sláttuorfin og Hekkklippurnar frá Gtech . Vélin sjálf vegur aðeins 2,5 kg ein og sér eða 3,5 kg þegar hún er að fullu samsett, SLM50 minnsta og léttasta sláttuvélin okkar til þessa
Samsetningin er afar einföld, festu einfaldlega skaftið og rafhlöðuna af Gtech sláttuorfinu eða hekkklippunum við vélina sjálfa, snúðu öryggis rofanum og þú ert klár í slaginn. Enginn safnkassi kemur með SLM50, sem sparar þér tíma og fyrirhöfn við að tæma hann auk þess sem lítið fer fyrir vélinni við geymslu..
34.480kr.
19 in stock
Engin snúra að flækjast fyrir þér sem ætti það til að festast hingað og þangað í garðinum. Þannig ertu fullkomlega frjáls til að hreyfa þig ákveðið og örugglega um garðinn. Allt að 30 mínútna rafhlöðuending ** Á einni hleðslu nærðu að slá allt að 150 m² – en það er rúmlega hálfur tennisvöllur. Samhæfða 18V lithium rafhlaðan er með 4 LED ljós sem lætur vita nákvæmlega hversu mikil hleðsla er eftir á meðan á slætti stendur.
SLM50 vegur aðeins 3,5 kg full samsett*, þú getur stjórnað sláttuvélinni auðveldlega um garðinn þinn. Vélin er nett og létt og því er auðvelt að ýta henni á undan sér um garðinn með annarri hendi, loksins er komin græja fyrir þá sem eru með litlar gras flatir sem þó þarf að snyrta og slá. Fullkomin lausn til að eiga við þröng svæði þar sem hefðbundnar sláttuvélar henta ekki.
Hægt er að stilla sláttuhæð SLM50 sem að hjálpar þér að halda flötinni snyrtilegari en áður.. Skiptu einfaldlega á milli 40 mm og 50 mm hæðar með því að stilla fram- og afturhjólin. Ekkert vesen vegna safnkassa en þegar að grasið er slegið oftar og snöggt þá brotnar slegna grasið niður á náttúrulegan hátt, frjóvgar þannig jarðveginn og heldur grasinu þannig heilbrigðu. ± Bara kostir!
Við höfum haldið hæð litlu rafmagns sláttuvélarinnar í lágmarki þannig að þú getir rennt henni undir trampólín, borð, stóla og annað sem áður olli vandræðum á meðan á slætti stóð. Gtech SLM50 sparar tíma og fyrirhöfn við að flytja flytja til hluti í garðinum og gefur þér meiri tíma til að njóta útiverunnar og garðsins.
Öryggi þitt er er í fyrirrúmi og því eru þrjú atriði sem skipta sköpum. Aðalrofinn er virkjaðu með lykli verður að vera í „on“ stöðu og ýta þarf á öryggisrofa til að sláttuvélin fari í gang. Auk þess virkjast „auto-off“ öryggislæsingin þegar handfangið er lyft í há horn (yfir 66 °).
Létta sláttuvélin okkar notar einfalt snúningsblað í mótvægi og hefur 25 cm (10 tommu) skurðbreidd. Beitt og endingargott blað SLM50 er búið til úr kolefnisstáli og snýst fljótt á stöðugum hraða 5200 RPM (hámark).
SLM50 er þægileg í notkun en hún er á fjórum 14 cm hjólum á hverju horni þýðir að miðlægt blaðið situr nákvæmlega á réttum stað. Blaðið nær þannig alveg að enda gras flatarinnar t.d. húsveggjum og girðingum..
Það er undir þér komið hvernig þú geymir SLM50 sláttuvélina. Þú getur auðveldlega tekið hana í sundur í nokkrum einföldum skrefum og geymt íhlutina sérstaklega. Eða geyma hana samsetta með öryggislæsinguna virka.