Myo Touch er stillanlegur sjálfvirkur nuddbekkur frá Gtech. Sérsniðin áreynslulaus upplifun innan örfárra mínútna, inni á þínu heimili, hvenær sem er um leið og þú þarft á nuddi að halda.
78.800kr.
5 in stock (can be backordered)
Leggstu aftur og njóttu þess að láta nudda allan líkama þinn, eða stilltu bekkinn á það svæði sem þú ákveður, svo sem axlir, mjóbak, rass eða læri. Sérsniðið nudd fyrir þig allt frá því að vera það létt að þú finnur varla fyrir snertingu þess og upp í djúpt og kraftmikið. Með MYO Touch færðu nudd án nuddara. Ekki þarf að panta tíma eða fara að heiman
Verkir og vandamál líkamans eru oft einkenni sem koma fram vegna hraða og streitu í lífi okkar – ýmiss einkenni geta komið fram sem líkamlegir kvillar, allt frá spenntum herðum til þreyttra mjóbaksvöðva og bakverkja. Gtech MYO Touch er nuddarinn þinn, heima hjá þér sem og er hannaður til að hjálpa þér við að ná slökun, róa líkama og sál, létta hugann sem og líkama. Njóttu nuddsins á hverjum degi, taktu frá og settu í forgang tíma með MYO Touch .
Njóttu fullkomins æðruleysis – Með mjúkum striganum og hljóðlátum vélbúnaði hreyfist Gtech MYO Touch áreynslulaust og veitir þér þitt sérsniðna nudd. Veldu fullt líkamsnudd eða partanudd, kröftugt eða með litlum styrk og efldu hvern dag. MYO Touch er auðveldur í uppsetningu, notkun og frágangi, MYO Touch gerir þér kleift að slaka á þínum eigin forsendum og inni á þínu heimili.
Gtech MYO Touch nuddbekkurinn var hannaður með það í huga að hjálpa til við slökun og streitulosun eftir langan, jafnvel strangan dag. Notendahandbók fylgir MYO Touch sem inniheldur leiðbeiningar fyrir hugleiðsluæfingar sem og öndunar- og sjónrænnar tækni æfinga sem auka ávinninginn af nuddinu sjálfu.
Bed
1Track sections (3pcs)
2Track pegs (stored on track)
3Roller
4Massage unit - Power supply and switch
5Hvort sem þú notar MYO Touch í 15 mínútur sem einfaldari leið til að létta á þreyttum, stirðum vöðvum eftir æfingar eða þá erfiðan vinnudag, þá er MYO Touch nákvæmlega það sem þú þarft á að halda. Áferðin og raufarnar á keflinu komast að vöðvunum, vinna úr spennunni og hjálpa þér við að losa streitu.
Við njótum þess öll að upplifa örlítið mismunandi nuddaðferðir og þess vegna er hægt að sérsníða stillingar MYO Touch nuddbekkinn algjörlega að því sem þú þarft á að halda í hvert skipti sem þú leggst á bekkinn. Byrjaðu á að velja svæðið sem þú vilt beina meðferðinni að. Settu stopparana á brautina til að ákvarða áherslusvæði nuddsins frá annaðhvort afmörkuðum vöðvum eða öllum líkamanum. Þú ákveður einning hversu kröftugt nuddið er með einföldum rofa.
Við hönnuðum MYO Touch einfaldan og notendavænan til þess að þú getir notið nuddsins eins fljótt og þú vilt eða þarft. Auðvelt er að setja upp brautina og bekkinn sem raðast saman á nokkrum sekúndum. Stilltu afl nuddsins og ákvarðaðu fókusinn á nuddinu og þá er allt til reiðu, einfaldara getur það ekki orðið. MYO Touch er á einfaldan og skjótan hátt brotinn saman og þannig fer ótrúlega lítið fyrir bekknum í geymslu
Myo Touch nuddbekkurinn er tengdur og knúinn rafmagni, með langri snúru sem gerir þér kleift að setja bekkinn upp í þínu uppáhalds rými. MYO Touch er þannig hannaður að á honum slokknar eftir 15 mínútur, sem þýðir að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að taka hann úr sambandi ef þú ferð að dorma eða jafnvel sofnar.
15 mínútna útsláturinn er aðeins einn af mörgum öryggisþáttum vörunnar. Ef þú þjáist af einhverjum læknisfræðilegum kvillum, notar lækningatæki eins og gangráð eða ert á lyfjum þá vinsamlegast hafðu samband við heimilislækninn þinn áður en þú notar MYO Touch.
Verkir og vandamál líkamans eru oft einkenni sem koma fram vegna hraða og streitu í lífi okkar – ýmiss einkenni geta komið fram sem líkamlegir kvillar, allt frá spenntum herðum til þreyttra mjóbaksvöðva og bakverkja. Gtech MYO Touch er nuddarinn þinn, heima hjá þér sem og er hannaður til að hjálpa þér við að ná slökun, róa líkama og sál, létta hugann sem og líkama. Njóttu nuddsins á hverjum degi, taktu frá og settu í forgang tíma með MYO Touch .
Efra bak og herðar
Beindu áherslu Myo Touch að herðunum og njóttu þess að slaka. Fullkomin leið til að brjótast út úr daglegu streitu og mun láta stressið líða úr þér.
Búkur
Veldu kraft nuddisn sem þú þarft á að halda og beindu nuddinu að miðju bakinu. Tilvalið fyrir kyrrsetufólk og þá sem vinna við skrifborð. þetta hjálpar þér að vinda ofan af streitu dagsins og styrðleika eftir langar setur.
Hryggsúla og nærliggjandi vöðvar
Leggstu á bakið og beygðu annað hnéð yfir hinn fótinn útréttann. Leggðu síðan gagnstæðan handlegg yfir líkamann í átt að öxlinni og til hennar ef þú nærð. Þú getur snúið höfðinu í átt að beygða handleggnum ef þér líður vel við það.
Kviðvöðvar
Bakið er er það svæði líkamans sem oftast þarfnast einhverrar umhyggju og dekurs. Nudd-valsinn undir bekknum mun aðstoða þig við að veita bakinu það sem uppá vantar, og því tilvalinn fyrir þá sem þjást að margskonar kvillum tengdum bakinu. Við mælum með því að miða á þetta svæði í fulla fimm mínútur af hverju 15 mínútna nuddtíma.
Rass- og aftari lærvöðvar
Beindu nudd-valsinum að aftari lærvöðvum þínum og veldu þann þrýsting nudds sem hentar þér best. Þessi aðferð veitir mikla vellíðan eftir æfingu ein hjálpar einnig til við að losna við mjólkursýru sem safnast hefur upp og flýtir þannig bata.
Hliðar lærvöðvar
Leggstu á aðra hvora hlið til að vinna á hliðum lærvöðvanna. Nudd-valsinn færist fram og aftur lærin og vinnur þannig fullkomlega á strengjunum sem þú þekkir eftir æfingar.. Þú getur notað kodda til viðbótar stuðnings.
Kálfar
Kálfarnir geta oft orðið stífir þar eru krampar í vöðvum algengir, sérstaklega ef þú gengur mikið á hverjum degi. Róaðu vöðvana með mildu nuddi eða veldu meira hvetjandi stillingu ef þú vilt örva líkamann.
Gtech MYO Touch var hannaður til þess að hjálpa okkur við að ná nó og hjálpa okkur við það að slaka á eftir langan dag. Nuddbekkunum fylgir notendahandbók sem kennir okkur öndunar- og hugleiðsluæfingar sem og sjónræna tækni sem bætir ávinninginn af nuddinu sjálfu.
Mjúkur striginn styður vel við líkamann og fæturnir falla á sinn stað sem er formaður í strigann. Myo Touch kemur þér í bestu mögulegu stöðu fyrir slakandi og endurnærandi nuddið.
MYO Touch er einstaklega auðvelur í upp- setningu – þú setur setur saman brautina sem ér í 3 hlutum , rennir nuddvalsinum á sinn stað og staðsetur bekkinn ofan við búnaðinn.
Þú velur hversu stífur og strekktur striginn er, ákveður hversu milt eða kröftugt og djúpt nuddið verður og að lokum stillir þú hvort heldur sem er líkamsnudds eða partanudds.
The roller has been designed to offer a variety of massages, smoothly and rhythmically pressing against your body through the canvas.